PIKKNIKK TÓNLEIKAR: MC MYASNOI
15:00
Gróðurhús
Sumartónleikaröð Norræna hússins heldur áfram! Næst á dagskrá eru MC MYASNOI sunnudaginn 9. júlí kl 15:00. Tónleikarnir fara fram í Gróðurhúsi Norræna hússins og er frítt inn.
MC MYASNOI hefur verið sérstaklega virk í afbyggðri raftónlist utan úr geimnum,
en eins og íslenska veðrið getur allt breyst mjög óvænt með MC MYASNOI.
Textar þeirra eru á ýmsum tungumálum og fjalla um hugmyndir um alheimsborgararétt, einingu allra töff
manneskja og algera inngildingu.
Búðu þig undir andlegan dauða og endurfæðingu.
Hljómsveit:
-Yulia
-Ronja
-Jökull
Pikknikk tónleikasería ársins er skipulögð af José Luis Anderson.
Hægt er að versla veitingar hjá SÓNÓ og taka með sér út.