Jör – Innsetning


Jör – Innsetning

Í tilefni af Listahátíð mun innsetning eftir fyrrum yfirhönnuð  fatamerkisins JÖR og  Guðmund Jörundsson (JÖR) prýða sýningarrýmið í anddyri Norræna hússins til 26. júní.

Innsetningin var fyrst sýnd sem hluti af The Weather Diaries sýningunni þegar hún opnaði í Frankfurt 2014. Nýja útfærslan sem til sýnis er í Norræna húsinu er unnin af fatahönnuðinum Dainius Bendikas sem einnig hefur hannað fyrir fatamerkið JÖR.

Um JÖR by Guðmundur Jörundsson

JÖR by Guðmundur Jörundsson er íslenskt fatamerki sem stofnað var árið 2012 af fatahönnuðinum Guðmundi Jörundssyni og viðskiptafélaga hans Gunnari Erni Petersen. Guðmundur er einnig þekktur sem aðalhönnuður fatamerkisins Kormáks og Skjaldar. JÖR by Guðmundur Jörundsson sækir innblástur í smáatriðin og handbragðið sem einkennir klassískan klæðaskurð og kemur með heillandi orku inn í hefðbundinn karlmannsklæðnað með djörfum munstrum og óvæntum litum. Íburðarmikil efnin minna á gullöld tískunnar þegar áhersla var lögð á gæði og fegurð. Guðmundur Jörundsson skapar ímyndaðan heim í kringum fatalínur sínar og blæs ferskum vindum inn í íslenska tískugeirann. Guðmundur Jörundsson býr og starfar í Reykjavík. www.jorstore.com