Vatnsmýrarhátíð 2016


13:00- 15:00

Vatnsmýrarhátíð 2016

 Í Norræna húsinu, sunnudaginn 29. maí, frá klukkan 13:00- 15:00

Til að fagna sumri býður Norræna húsið öllum krökkum – og fjölskyldum þeirra – á hina árlegu Vatnsmýrarhátíð. Það verður margt um að vera bæði inni og úti, og glæný íslensk leiktæki fyrir framan húsið verða tekin í notkun. Dr. Bæk mætir einnig á staðinn og fínstillir hjól gesta fyrir sumarið.

Í lok júlí opnar sýningin Öld barnsins: norræn hönnun fyrir börn frá 1900 til dagsins í dag, en Norræna húsið tekur forskot á sæluna og vígir íslensku leiktækin fyrir utan húsið strax á sunnudaginn til að ungir gestir okkar geti notið þeirra í allt sumar. Leiktækin eru alíslensk; bæði hönnuð og framleidd á Íslandi af leiktækjaframleiðandanum Krumma. Leiktækin eru úr seríunni FLOW, sem hefur íslenska hraunkletta að fyrirmynd. Leiksvæðið er samstarfsverkefni Krumma og Norræna hússins.

Dagskrá (13:00-15:00):

13:00 Hátíðin sett og leiktækin frá Krumma vígð

o Dr. Bæk hressir hjólin fyrir sumarið
o Ratleikur
o Teiknismiðjur
o Krakkaball og dansleikir með Margréti Maack plötusnúð
o Ísbíllinn mætir á svæðið – ring-ring!
o Grillaðu þitt eigið skandinavíska ”snobrød” (snúningsbrauð)
o Koddabíó

Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir!

Viðburður á Facebook

Gæs_norræna