15:15 Portrett af Úlfari Inga Haraldssyni með Brian Ferneyhough


15:15

Kaupa miða

Portrett af Úlfari Inga Haraldssyni með Brian Ferneyhough

Tónleikar í 15:15 tónleikasyrpunni í Norræna húsinu sunnudaginn 13. mars kl. 15.15.

Caput-hópurinn flytur 7 verk eftir Úlfar Inga, frá ýmsum skeiðum í lífi tónskáldsins, auk þess sem Kolbeinn Bjarnason flytur Mnemosyne, bassaflautuverk Brian Ferneyhough, lærimeistara Úlfars.
Tónleikarnir eru liður í hinni vinsælu portrettröð Caput hópsins þar sem sjónum er beint að einu íslensku tónskáldi hverju sinni.

Úlfar hefur starfað sem tónskáld, tónlistarkennari, kontrabassaleikari og stjórnandi á Íslandi, Kaliforníu og Mexico. Hann hefur samið hljómsveitar-, kammer-, kór og einleiksverk sem flutt hafa verið víða um heim af margvíslegum flytjendum t.a.m. Sinfóníuhljómsveit Íslands, Caput Ensemble, Kammersveit Reykjavíkur, Hljómeyki, slagverkssnillingnum Steven Schick, Turetzky Duo, ítalska kórnum Libera Cantoria Pisani, Christians Consort í Noregi og Formalist String Quartet. Hann hefur átt samstarf við Íslenska Dansflokkinn og ECA artist network. Hann hefur komið fram sem flytjandi og átt verk á tónlistarhátíðum s.s. Ung Nordisk Musik Festival; International University Music Festival og Darmstad Revisited Festival í San Diego, USA; Listahátíð í Reykjavik, og ýmsum viðburðum er tengdust samstarfinu „Menningarborgir Evrópu”, Norrænum Tónlistardögum, Myrkum Músíkdögum ásamt fjölda annarra tónleika á Íslandi og erlendis. Hann starfar nú sem tónskáld og kennari í tónsmíðum og tónfræðum við Listaháskóla Íslands ásamt kennslu í tónlistarsögu við Tónlistarskólann í Reykjavík og Tónlistarskóla FÍH.
vefsíða: www.punktprojectedition.com

Miðar eru seldir á www.tix.is og við innganginn.
Miðaverð er 2000 kr. en 1000 kr. fyrir eldri borgara, öryrkja og námsmenn.

Efnisskrá:
Approaching Value, 1993:
klarinett – trompet – slagverk – píanó – kontrabassi

Nostalgia, 1998/2007
selló – píanó

Of things past – 2002
básúna – slagverk

Secret Psalms, 2003
kontrabassi og rafhljóð

In paradisum (2006)
víbrafónn og rafhljóð

Perc (2011)
rafverk

Colori, senza voce, 2016
flauta – klarinett – píanó – selló – kontrabassi