Hádegisfyrirlestur | Playful is the New Serious
12:00
Hádegisfyrirlestur með Perniclas Bedow, sem nýlega hannaði sjónrænt einkenni fyrir íslensku leitarvélina Dohop.is, fimmtudaginn 14. janúar í Norræna húsinu kl. 12:00.
Perniclas Bedow er stofnandi og listrænn stjórnandi sænsku hönnunarstofunnar Bedow. Stofan vinnur aðallega að því að skapa einkenni, hanna umbúðir og bækur fyrir breiðan hóp fyrirtækja og stofnana.
Bedow hóf feril sinn í auglýsingaiðnaðinum í Stokkhólmi seint á 10. áratugnum. Þegar .com-bólan sprakk var honum sagt upp og hefur hann frá árinu 2005 rekið sína eigin stofu með þremur starfsmönnum. Eitt af nýlegum verkefnum þeirra var að hanna sjónrænt einkenni fyrir íslensku leitarvélina Dohop. Í fyrirlestri sínum útskýrir Bedow hugmyndafræðina sem stofan vinnur út frá, af hverju leikgleðin er mikilvæg. Einnig mun hann sýna brot af þeim verkefnum sem stofan hefur unnið að.
Bedow hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir verk sín, þar ber helst að nefna Art Directors Club, D&AD, Cannes Lions og Epica Awards.
Frekari upplýsingar er að finna á www.bedow.se.
Viðburður á facebook