Verkefnastjóri óskast fyrir Fund fólksins

Verkefnastjóri fyrir Fund fólksins

Laus er til umsóknar staða verkefnastjóra til að sjá um Fund fólksins 2016. Um er að ræða tímabundna ráðningu frá apríl –  15. september  2016.

Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Starfssvið

  • Gerð áætlunar um Fund fólksins 2016
  • Öflun þátttakenda
  • Samskipti við félagasamtök, þátttakendur og samstarfsaðila
  • Kynningar- og markaðsmál
  • Skipulag á dagskrá, umgjörð og framkvæmd viðburðarins
  • Fjármál og uppgjör

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Leiðtogahæfileikar
  • Reynsla af stjórnun stórra viðburða
  • Færni í verkefnastjórnun
  • Þekking á félögum og stofnunum samfélagsins
  • Reynsla af markaðs-, sölu-, og kynningarmálum
  • Gott orðspor og fjármálafærni

Fundur fólksins

Fundur fólksins er lýðræðishátíð að fyrirmynd slíkra funda á Norðurlöndum sem fram fer 2.-3. september við Norræna húsið. Ólíkir hópar koma saman ræða þau mál sem þeim finnst mikilvæg og hvernig samfélag þeir vilji að Ísland verði í framtíðinni. Grasrótahreyfingar stíga á stokk og kynna sjónarmið sín. Stjórnmálamenn koma út úr þinghúsinu og af sjónvarpsskjánum og fá sér sæti með fólkinu í landinu, hlusta á sjónarmið þeirra og skiptast á skoðunum. Fyrirtæki kynna hvernig þau leggja af mörkum til samfélagsins með starfsemi sinni og launþegasamtök benda á mikilvæga hagsmuni vinnandi fólks. Fundur fólksins er suðupottur hugmynda þar sem alvöru fólk hlustar og ræðir saman í eigin persónu.

Fundur fólksins verður nú haldinn annað árið í röð og er skipulag og umsjón í höndum Almannaheilla – landsamtaka þriðja geirans í samstarfi við Norræna húsið fleiri. Verkefnastjóri hefur aðstöðu í Norræna húsinu og heyrir undir stýrihóp Fundar fólksins við að skapa umgjörð þessarar tveggja daga hátíðar, m.a. að setja upp svið, hljóðkerfi og tjöld, en ekki síður að virkja fjölda félagasamtaka til þátttöku, skipuleggja dagskrá og og kynna hana fyrir almenningi. Reiknað er með að verkefnastjóri geti hafið störf sem fyrst og starfi fram í miðjan september.

Umsóknarfrestur er 20. apríl 2016

Áhugasamir sendi umsókn á formadur@almannaheill.is  Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið.

Nánari upplýsingar gefur

Ketill Berg Magnússon

Formaður Almannaheilla

formadur@almannaheill.is

Norræna húsið er samstarfsaðili hátíðarinnar. 

 

Dagskrá hátíðarinnar 2015

Facebook síða 2015

10386898_1154330261259104_409348245581176737_o