Verkefnastjóri kynningarmála

Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.

Norræna húsið leitar að verkefnastjóra kynningarmála

Ertu einstaklingurinn sem við leitum að?
• Þú ert hugmyndarík/ur og skapandi.
• Þú getur komið boðskap á framfæri og vakið áhuga á menningar-og listviðburðum.
• Þú ert jafnfær í íslensku og skandinavísku.
• Þú ert ófeimin/n og frábær í mannlegum samskiptum.
• Þú notar nýjustu miðlana og samskiptaforrit og hefur tilfinningu fyrir hvað virkar á ólíka markhópa.

Helstu viðfangsefni:
• Umsjón með heimasíðu hússins.
• Gerð markaðsefnis.
• Markaðssetning einstakra viðburða.
• Stuðningur við verkefnastjóra.
• Markhópagreining og áætlanagerð.
• Umsjón með beinu streymi frá viðburðum.

Hæfniskröfur:
Leitað er að einstaklingi með menntun á sviði markaðsmála. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á Norðurlöndunum og norrænu samstarfi.
Gerð er krafa um framúrskarandi kunnáttu í sænsku, dönsku eða norsku ásamt kunnáttu í íslensku. Mikilvægt er að einstaklingurinn hafi góða almenna tölvukunnáttu og sé fær að tjá sig í ræðu og riti. Við leitum að sjálfstæðum, áreiðanlegum og hugmyndaríkum einstaklingi.

Umsjón með ráðningu hefur Þórunn Ragnarsdóttir og veitir hún upplýsingar um starfið.

Umsóknarfrestur er til og með 5. október 2015.

Umsækjendur eru vinsamlegast beðnir um að senda umsókn með tölvupósti á thorunn@nordice.is.

Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku eða norsku og eru umsóknir á öðrum tungumálum ekki teknar til greina.

Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu ráðningarsamnings í fjögur ár í viðbót skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar.