Vådeskud

Krimiroman (dansk)
Katrine Engberg: Vådeskud, 2019

Þessi bók er sú fjórða í röðinni um rannsóknarlögreglumennina Jeppe Kørner og Annette Werner og hjálparhellu þeirra Esther De Laurenti sem er bókmenntafræðingur á eftirlaunum. Nýtt og dularfullt mál kemur upp í hendurnar á þeim þar sem unglingspiltur hverfur eftir að hafa skilið eftir undarlegt (kveðju) bréf. Hefur hann verið numinn á brott eða hefur hann tekið sitt eigið líf? Auðug fjölskylda piltsins lumar á mörgum leyndarmálum sem hindrar rannsókn málsins í Kaupmannahöfn samtímans, bæði á láði og á legi. Rannsóknarteymið okkar Kørner og Werner eru ólíkir einstaklingar og einkalíf þeirra þróast á ólíkan hátt gegnum bækurnar, Krokodillevogteren (2016), Blodmåne (2017) og Glasvinge (2018). Lesandinn er afvegaleiddur í gegnum lesturinn en á endanum er söguþráður og flétta höfundar einstaklega góð. Sérlega góðar sakamálasögur.

Billeder fra People’s Press og Goodreads