Í rýminu verður listin hluti af norrænni samfélagsorðræðu
Hvelfing er nýtt nafn á sýningarsal og hönnunarbúð Norræna hússins. Rýmið er staðsett í kjallara hússins eða í hvelfingu þess. Hvelfingin er undirstaða hússins og í hvelfingunni eru oft verðmætustu gripirnir varðveittir.
Opnunartímar
Þri.-sun. 10-17.
Lokað á mánudögum
Aðgangur er ókeypis
Sagan
Sýningarsalur Norræna hússins var vígður árið 1971, þremur árum eftir að húsið opnaði. Ivar Eskeland, fyrsti forstjóri Norræna hússins, áttaði sig fljótlega á því að skortur var á sýningarrými í Reykjavík og hóf árið 1969 undirbúning að því að innrétta sýningarsal í lausu rými í kjallara hússins. Norðurlöndin tóku þátt í að fjármagna verkið. Árið 1971 var sýningarsalurinn tekinn í notkun og gegndi hann frá upphafi mikilvægu hlutverki í myndlistarlífinu í Reykjavík. Ýmsir áhugaverðir listamenn frá Norðurlöndum hafa sýnt þar í áranna rás. Sem dæmi má nefna Ju- hani Linnovaara, Roj Friberg, Ragnheiði Jónsdóttur og Hafsteinn Austmann.
NORRÆN HÖNNUN
Í Hönnunarverslun Norræna hússins er lögð áhersla á fallega norræna hönnun sem er sérvalin inn í verslunina.
Verslunin hefur, líkt og Norræna húsið, sjálfbærni og umhverfissjónarmið að leiðarljósi í sínu vöruvali.
Opnunartímar
Þri.-sun. 10-17.
Lokað á mánudögum