Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Þrettán skáldsögur, ljóðasöfn og frásagnir hafa hlotið tilnefningu til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Tilnefningarnar í ár endurspegla öflugt svið fagurbókmennta sem nær til Norðurlanda allra. Verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 1962.

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru veitt fyrir verk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum og uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi. Í sex áratugi hafa verðlaunaverkin endurspeglað samtíma sinn og rutt nýjar brautir í bókmenntum.

Það var dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum sem tilnefndi verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024.

Tilnefningarnar eru eftirfarandi: 

Danmörk:
Hafni fortæller. Höfundur Helle Helle. Skáldsaga, Gutkind Forlag, 2023.
Jordisk. Höfundur Theis Ørntoft. Skáldsaga, Gyldendal, 2023.

Finnland:
Vill du kyssa en rebell? Höfundur Eva-Stina Byggmästar. Ljóðabók, Schildts & Söderströms, 2023.
101 tapaa tappaa aviomies. Menetelmällinen murhamysteeri. Höfundar Laura Lindstedt & Sinikka Vuola. Skáldsaga, Siltala, 2022.

Færeyjar:
Lívfrøðiliga samansetingin í einum dropa av havvatni minnir um blóðið í mínum æðrum. Höfundur Kim Simonsen. Ljóðabók, Verksmiðjan, 2023.

Ísland:
Jarðsetning. Höfundur Anna María Bogadóttir. Skáldævisaga. Angústúra, 2022.
Tól. Höfundur Kristín Eiríksdóttir. Skáldsaga, Forlagið, 2022.

Noregur:
Fars rygg. Höfundur Niels Fredrik Dahl. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2023.
Jeg plystrer i den mørke vinden. Höfundur Maria Navarro Skaranger. Skáldsaga. Forlaget Oktober, 2023.

Samíska málsvæðið:
Leŋges hearggi Sáhčal fatnasa. Höfundur Fredrik Prost. Persónuleg frásögn, DAT, 2023.

Svíþjóð
Minnen från glömskans städer. Höfundur Gunnar Harding. Ljóðabók, Wahlström & Widstrand, 2023.
Nollamorfa. Höfundur Johan Jönson. Ljóðabók, Albert Bonniers förlag, 2023.

Álandseyjar:
För att ta sig ur en rivström måste man röra sig i sidled. Höfundur Mikaela Nyman. Ljóðabók, Ellips förlag, 2023.

 

Handhafi bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 verður kynntur í haust (verður uppfært) á verðlaunaafhendingu í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós auk verðlaunafjár sem nemur 300 þúsund dönskum krónum.

Lestu meira hér.