Sérfræðingur á sviði þýðinga óskast

Samskiptasvið Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs leitar að sérfræðingi á sviði þýðinga

Lýst er eftir íslenskum sérfræðingi á sviði þýðinga til starfa á samskiptasviði Norrænu ráðherranefndarinnar og Norðurlandaráðs. Um er að ræða starf á skrifstofu Norðurlandaráðs og ráðherranefndarinnar í Kaupmannahöfn. Í starfinu felast fjölbreytileg þýðingatengd verkefni í norrænu umhverfi. Vinnutungumál skrifstofunnar eru danska, norska og sænska og er starfsfólk hennar frá öllum Norðurlöndunum.

Við leitum að einstaklingi sem hefur háskólamenntun sem hæfir starfinu, er fær í verkefnastjórnun og hefur umfangsmikla reynslu á sviði þýðinga. Starfið krefst faglegrar þekkingar á íslensku og hæfni til að þýða texta úr dönsku, norsku og sænsku yfir á íslensku.

Á túlkunar- og þýðingasviði fer fram náin samvinna í fimm manna teymum undir umsjón yfirmanns samskiptasviðs.

Nánari starfslýsing og upplýsingar um umsóknarferlið á dönsku: http://www.norden.org/is/stoerf-i-norraenu-samstarfi. Skrifaðu umsókn á dönsku, norsku eða sænsku og sendu á rafrænu formi gegnum vefsíðu okkar í síðasta lagi mánudaginn 29. maí 2017.

ATH! Umsóknir og ferilskrár á íslensku verða ekki teknar til greina.

Nánari upplýsingar um starfið veitir yfirmaður túlkunar- og þýðingasviðs, Leena Zacho, á netfanginu leezac@norden.org eða í síma +45 29 69 29 14.