Veisluþjónusta

Norræna húsið hefur hafið samstarf við veisluþjónustuna Nomy og fer öll pöntun á mat og drykk fyrir fundi og ráðstefnur í gegnum síðuna nomy.is Nomy sækir innblástur frá árstíðabundnu hráefni þar sem ferskleiki, hollusta og bragðgæði leika lausum hala.

Bókasafn

Image shows the Nordic House library. A staircase is in the middle, a child running down the stairs. All around are bookshelves filled with books. Big windows above the shelves and the daylight coming from them lights up the spaces.

Bókasafn Norræna hússins er almenningsbókasafn og öllum opið. Bókasafnið hóf starfsemi árið 1969, ári eftir að húsið var vígt. Sérstaða safnins er að þar er eingöngu að finna bókmenntir á norðurlandamálum eftir norræna höfunda, en þó ekki á íslensku nema þýðingar yfir á annað norðurlandamál. Í safninu eru skáldsögur og fræðibækur fyrir börn og fullorðna, […]

Um Norræna Húsið

Norræna húsið í Reykjavík var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi, oft með því að hafa frumkvæði að og skipulagt margvíslega menningarviðburði og sýningar.

Laus störf

Norræna húsið auglýsir eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi (75%) Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt […]