Veisluþjónusta

Norræna húsið er í samstarfi við veisluþjónustuna Nomy og fer öll pöntun á mat og drykk fyrir fundi og ráðstefnur í gegnum síðuna nomy.is eða í hnappnum hér fyrir neðan.

 Panta mat

Nomy

Okkar sérfræðikunnátta kemur sér vel þegar þarf að búa til frumlega matseðla fyrir hvert tilefni þar sem aldrei eru tveir viðburðir eins. Við erum stöðugt að þróa nýja rétti og hugmyndir sem gætu litið dagsins ljós í fyrsta skipti í þinni veislu.

Okkar innblástur kemur frá árstíðabundnu hráefni þar sem við kjósum ávallt það ferskasta sem í boði er hverju sinni. Við kryddum það með kunnáttu, reynslu og nútímalegum bragðsamsetningum þar sem ferskleiki, hollusta og bragðgæði leika lausum hala.

Við uppfyllum væntingar um mat sem þig langar til að borða.

Einkunnarorð

Fagmannleg vinnubrögð
100% hágæða hráefni
Íslensk matargerð í hæsta gæðaflokki