Viltu læra meira um Norðurlöndin?
Norræna húsið er norrænt menningarhús og vettvangur norræns menningarsamstarfs á Íslandi.
Norrænt menningarsamstarf nær til fjölda stofnana og verkefna á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar: Norrænu húsin og stofnanir eru meðal mikilvægustu tækjanna til að tryggja menningarsamstarf á breiðum grundvelli sem þróar samkennd og skilning á milli íbúa á Norðurlöndum og stuðlar þannig að aukinni samheldni norrænu velferðarsamfélaganna. Allar samnorrænar menningarstofnanir byggja á stefnumótandi umboði sem lýsir kjarnastarfsemi þeirra.
Hlutverk Norræna hússins er meðal annars að veita ráðgjöf varðandi umsóknir til Norræna menningarsjóðsins, Nordic Culture Point (Nordisk kulturkontakt).
Kynntu þér síður þessara sjóða hér. Þér er velkomið að hafa samband við okkur fyrir frekari upplýsingar og ráðgjöf.
Þú getur nýtt þér tenglana hér fyrir neðan til að læra meira um t.d. flutning á milli Norðurlanda, háskólamenntun, norrænt samstarf eða aðrar norrænar menningarstofnanir.
Viltu vita meira um önnur norræn menningarhús og stofnanir?
Norræna húsið í Færeyjum er helsta menningarhúsið í Þórshöfn og býður upp á glæsilega dagskrá allt árið um kring með áherslu á norræna viðburði.
Norræna menningarstofnunin á Álandseyjum (NIPÅ) og verkefni á vegum hennar felast í því að efla menningarlíf á Álandseyjum, auka þátttöku Álandseyja í norrænu samstarfi og þróa samstarf Álandseyja og annarra norrænna ríkja um alþýðumenningu.
Norræna menningarstofunin í Nuuk, Grænlandi (NAPA) styrkir og eflir þróun grænlensks menningarlífs með sérstakri áherslu á barna- og æskulýðsmenningu auk þess að miðla norrænni menningu á Grænlandi og grænlenskri alþýðumenningu til annarra norrænna ríkja.
Info Norden!
Hefurðu áhuga á að flytja til annars Norðurlands?
Viltu fara að læra og/eða vinna í öðru norrænu landi?
Info Norden er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar sem er með skrifstofur í öllum norrænu ríkjunum auk Færeyja og Álandseyja. Verkefni skrifstofunnar er að einfalda frjálsa för einstaklinga á Norðurlöndum. Það er gert með því að upplýsa norræna borgara um gildandi norrænar reglur við flutning, ferðalög til vinnu og annað.
Á heimasiðu Info Norden eru ítarlegri upplýsingar um Norðurlöndin.
Skrifstofa Info Norden á Íslandi er staðsett á Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík. Nánari upplýsingar um skrifstofuna nálgast hér.