Mýrin Bókmenntahátíð

ALÞJÓÐLEG BARNABÓKMENNTAHÁTÍÐ Í REYKJAVÍK

Myrin.is

Um hátíðina

Mýrin er alþjóðleg barna- og unglingabókmenntahátíð, haldin annað hvert ár í Norræna húsinu. Dagana 14.-16. október næstkomandi fer hátíðin fram í tíunda sinn en hún samanstendur af ýmis konar uppákomum og viðburðum fyrir börn, ungmenni og alla aðra sem láta sig barnabókmenntir varða.

Á hátíðina er rithöfundum, myndhöfundum og fræðimönnum boðið, innlendum og erlendum sem kynna verk sín með upplestrum, vinnustofum, þátttöku í málstofum, viðtölum og sýningum. Áhersla er lögð á Norrænar barna- og unglingabókmenntir og lestrargleði og sköpun höfð að leiðarljósi.

Stjórn Mýrarinnar – félags um barnabókmenntahátíð skipa fulltrúar frá Norræna húsinu, Borgarbókasafni, Rithöfundasambandi Íslands, SÍUNG, IBBY á Íslandi og Háskóla Íslands. Á Mýrinni er dagskrá fyrir börn, unglinga, fjölskyldur, fræðifólk, bókasafnsfræðinga, kennara, útgefendur og alla sem hafa áhuga á barna- og unglingabókmenntum.

Lesið meira um hátíðina og gesti hennar á www.myrin.is og á www.facebook.com/myrinbarnabokmenntahatid