Skáldsaga (danska)
Stine Pilgaard: Meter i sekundet, 2020
Skemmtileg saga um unga nýbakaða móður. Hún býr í litlum bæ á Jótlandi þar sem kærastinn er kennari í menntaskóla og umhverfið, siðir og venjur samfélagsins eru ólíkir því sem hún á að venjast. Sem stórborgarstúlku finnst henni að hún sé bæði ósýnileg bæjarbúum og litin hornauga. Á sama tíma gerir hún mannfræðilega athugun á samborgurum sínum og um leið situr hún um hinn vel kunna kvikmyndaframleiðanda Anders Agger. Hún vinnur hlutastörf og svarar spurningum í tímariti á hrokafullan og spaugsaman hátt. Svörin byggir hún á sinni eigin sjálfhverfu og heimspekilegu reynslu á sama tíma og hún segir frá lífi sínu og samskiptum við íbúa í þorpinu á vestur Jótlandi.