Hvernig hefur stríðið í Úkraínu áhrif á samfélög og einstaklinga? Í átta heimildarmyndaþáttum er rætt við konur frá Úkraínu, Hvíta-Rússlandi, Rússlandi og Eystrasaltslöndunum sem búsettar eru á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum. Við reynum að varpa ljósi á áhrif stríðsins í Úkraínu á samfélög almennt og þar með lýðræðið í okkar heimsálfu og síðast en ekki síst skoðum við hvernig við getum endurreist frið í Evrópu.
Röð heimildamyndaþátta „Konur í stríði“ gefur konum vettvang til að segja sögur sínar – hvaðan þær komu, hvers vegna þær komu til Norðurlandanna eða Eystrasaltsríkjanna, hvað sameinar þær og síðast en ekki síst, hver eru áhrif stríðsins í Úkraínu (bæði til lengri og skemmri tíma) og hvernig við getum lifað friðsamlega á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum.
Fimmti þáttur er komin út, með íslensk-rússneska ljóðskáldinu Natöshu S.
Sjáið alla aðra þætti á norden.org:
Sjáið alla aðra þætti á norden.org:
FIMMTI ÞÁTTUR. Finndu rödd þína á stríðstímum
Natasha S er íslenskt ljóðskáld sem fædd er í Rússlandi. Árið 2022 hlaut hún hin virtu bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, fyrir ljóðasafn sitt „Máltaka á stríðstímum“.
Hún varð fyrsti erlendi rithöfundurinn til að hljóta verðlaun fyrir bókmenntaafrek á Íslandi.
Í fimmta þætti ræðum við við Natöshu S um stríðið í Úkraínu, hlutverk menningar á stríðstímum, stuðning íslensks samfélags við úkraínska flóttamenn og ljóð hennar þar sem hún ávarpar sjálfa sig með því að læra að tala aftur – reyna að lifa aftur – núna á stríðstímum.