Tengslanetspartý – Konur í kvikmyndagerð


19.30-21.30.

Eflum tengslin og fögnum saman konum í kvikmyndagerð!

Í tilefni Reykjavík Feminist Film Festival og Nordisk Film Fokus 16.-19. janúar verður tengslanetspartý í Norræna húsinu föstudaginn 17. janúar kl. 19.30-21.30. Stutt erindi frá fulltrúum samtakanna European Women’s Audiovisual Network og Women in Film and TV Iceland.

Kvikmyndageirinn þrífst á tengslamyndun og því skulum við hittast, ræða og skapa saman tækifæri til að efla konur enn frekar í kvikmyndagerð yfir höf og lönd.

Gómsætar veitingar í boði og plötusnúður slær hressa tóna.
Partýið er í boði Norræna húsins og sendiráða Norðurlandanna á Íslandi.

Kvikmyndir sýndar fyrir og eftir partýið:
18.30 Heimsfrumsýning: Ábyrgd – Frumsýning á Nordisk Film Fokus (FO).
21.30 Íslandsfrumsýning: Maria’s Paradise/Marian paratiisi (FI).

 

Dagskrá Nordic Film Focus
Dagskrá Reykjavik Feminist Film Festival