Stuttmyndir 1.
16:00
Stuttmyndir
Bóka frímiða
Dagskrá Nordic Film Festival 2017
The Committee
(SE/FIN/NO) /2016/ Gunhild Enger og Jenni Toivoniemi/ 14. Mín.
Norrænt samstarf er í uppsiglingu. Þrír erindrekar frá Svíþjóð, Noregi og Finnlandi eru saman komnir í Lapplandi til að taka ákvörðun um listaverk sem á að standa á landamærum þessara landa. En sendinefndin verður heldur betur brugðið. Í staðin fyrir skúlptúr, hefur listamaðurinn sem var fenginn í verkið gert „Norræna dansinn“. Sendinefndin þarf á lýðræðislegan hátt að ákveða hvað gera skal. Er eitthvað til sem þeir geta í sameiningu ákveðið að kallist Norræna hreyfingin?
Camping with Ada
(NO) / 2016/ Ina Lerner Grevstad / 14. mín. Sýnishorn.
Hin rúmenska Ada neyðist til að vinna sér inn pening yfir sumartímann sem vændiskona með frænku sinni á tjaldsvæði í Noregi. Þegar hún hittir Henriettu, norska stelpu, byrjar hún að gera sér upp hugmyndir um betra líf. Ada reynir að hefja nýtt líf á daginn en á kvöldin rekast þessir raunveruleikar hvorn á annan.
God Hates Finland
(AX)/2016/Johan Karrento/ 10 mín. Sýnishorn.
Það springur dekk á bílnum hjá taugastrektum Finna í sænskumælandi Álandi. Snjóstormur er á leiðinni og tilhugsunin um að þurfa að biðja um hjálpa á sænsku er meira en ímyndunar aflið hans þolir. Gamanmynd um tungumálaerfiðleika eftir Johan Karrento.
The Third Date
(FIN) /2015/ Herman Karlsson/ 16 mín. Sýnishorn.
Robbe og nýja kærastan hans Petra eru að borða kvöldmat heima hjá henni þegar röð óhappa byrja að setja kvöldið úr skorðum.
Cubs
(IS)/ 2016/Nanna Kristín Magnúsdóttir / 19. mín.
Einstæður faðir reynir að uppfylla ósk dóttur sinnar og halda fyrir hana náttfatapartý og bjóða öllum vinum hennar. En það reynist öllu erfiðara en hann gerir sér grein fyrir.