Rússland í dag: opinber samskipti við nágranna í vestri -Streymi


08:30

Rússland í dag: opinber samskipti við nágranna í vestri

Norræn ráðstefnuröð um samskipti Rússlands og Norðurlanda í Norræna húsinu  9. september, 2016

Capture vv

Streymi frá fundinum í beinni. Einnig er hægt að horfa á fundinn síðar með því að velja More on livestream.com undir myndinni.

Dagskrá:

08:30    Húsið opnar, kaffi í anddyri

09:00    Opnunarávarp

09:05    Mikhail Zygar (frummælandi), fréttastjóri óháðu sjónvarpsstöðvarinnar Dozhd og höfundur metsölubókarinnar “All the Kremlin´s Men”.

Efni: Rússland í dag

09:30    Viðtal við Mikhail Zygar

10:00   Kaffihlé

 10:15   Arkady Moshes (frummælandi), sviðsstjóri rannsókna á austurstefnu Evrópusambandsins og málefnum Rússlands, Alþjóðamálastofnun Finnlands

Efni: Rússland og Evrópusambandið – hvert viljum við stefna?

10:45    Jens Nytoft Rasmussen, Ráðgjafi um alþjóðasamstarf, Norænu Ráðherranefndinni

Efni: Opinber samskipti Norrænu Ráðherranefndarinnar við Vestur-Rússland

11:00   Cecilie Landsverk, sendiherra Noregs

Efni: Samskipti Rússlands og Noregs

11:15   Rósa Magnúsdóttir dósent í sagnfræði, Háskólanum í Árósum

Efni: Menningartengsl Íslands og Sovétríkjanna á 20. öld

11:45   Pallborðsumræður

12:20   Dagskrárlok

 

Fundarstjóri er Silja Bára Ómarsdóttir, aðjúnkt við Háskóla Íslands.

Dagskráin fer fram á ensku og er öllum opin.

 

Frummælendur:

fba8e181fcf22f262e2b4caa485d8cc3

Mikhail Zygar er án ef einn áhugaverðasti fjölmiðlamaður Rússlands. Hann hóf feril sinn sem stríðsfréttamaður en er þekktastur í dag sem metsöluhöfundur, sem og stofnandi og aðal-fréttastjóri Dozhd, einu óháðu sjónvarpsstöðvarinnar í Rússlandi. Sjónvarsstöðin sýndi m.a. frá götumótmælunum í Moskvu 2011 og 2012 og hefur fjallað á gagnrýnan hátt um ástandið í Úkraínu og í rússneskum stjórnmálum almennt. Mikhail gaf út bókina „All the Kremlin´s Men: Inside the Court of Vladimir Putin“ árið 2015, en bókin vermdi efsta sæti metsölulista í Rússlandi í fjóra mánuði eftir að hún kom út. Bókin hefur verið þýdd á fjölda tungumála og kemur út á ensku í september 2016. Árið 2014 hlaut Mikhail hin árlegu fréttamannaverðlaun (International Press Freedom Award) frá samtökunum CPJ, sem berjast fyrir ritfrelsi og réttindum fjölmiðlafólks um allan heim.

r má lesa dæmi um ritdóma frá m.a. New York Times, Washington Post og CNN.

1305922132221

Arkady Moshes er sviðsstjóri rannsókna á austurstefnu Evrópusambandsins og málefnum Rússlands við Alþjóðamálastofnun Finnlands. Áður en Arkady flutti til Finnlands árið 2002 starfaði hann við Evrópustofnunina í Moskvu í 14 ár. Hann tók jafnframt þátt í Rússlands- og Evrasíuverkefni Konunglegu alþjóðamálastofnunarinnar Chatham House í London frá 2008 til 2015. Arkady hefur gefið út fjölda bóka og er virtur fréttaskýrandi. Hann er einn af ritstjórum „Russia as a Network State: What Works in Russia When State Institutions Do Not“ (Palgrave Macmillan, 2011) og einn af höfundum „Not Another Transnistria: How sustainable is separatism in Eastern Ukraine?“ (FIIA, 2014). Greinar eftir Arkady hafa einnig verið birtar í m.a. International Affairs (2012) og Post-Soviet Affairs (2015).

 

Fundurinn er skipulagður af Norræna húsinu í Reykjavík í samvinnu við Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og Norðurlönd í fókus. Ráðstefnan er hluti af norrænni ráðstefnuröð, hægt er að lesa nánar um ráðstefnuröðina hér.

Nánari upplýsingar veitir:
Kristín Ingvarsdóttir
kristini@nordichouse.is
Tel: +354 551 7032