Opnun – Mid-Atlantic


18:00 - 21:00

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Mid-Atlantic í Norræna húsinu fimmtudaginn 13. júní kl. 18

Í Myndlistaskólanum í Reykjavík stendur nú yfir alþjóðleg vinnustofa sem ber nafnið Mid-Atlantic Keramik Exchange. Tuttuguogtveir listamenn frá Evrópu og Norður Ameríku taka þátt í vinnustofunni. Þar sem bakgrunnur listamannanna er afar mismunandi milli landa og heimsálfa býður vinnustofan upp á áhugavert samtal milli þeirra.  Vegna staðsetningar Íslands og sérstakrar náttúru þá er Reykjavík góður staður til að hittast og deila hugmyndum.  Í Norræna húsinu eru sýnd tilbúin verk og tilraunir sem unnin eru á vinnustofunni.

Opnunin byrjar kl. 18 og verkefnastjórar vinnustofunnar ávarpa gesti kl. 18:15, þátttakendur munu svo ræða verk sín og vinnuna við þau frá kl. 18:30 – 19:15 . Sýningin er opin til kl. 21 á fimmtudeginum og frá kl. 10 – 14 föstudaginn 14. júní.