The Last King – Nordic Film Festival
19:00
The Last King/Birkebeinerne
23.2. kl. 19:00
24.2. kl. 16:00
Þann 23.febrúar kl. 18:00 er norska sendiráðið á Íslandi með móttöku á undan myndinni (sem hefst kl. 19:00).
(NO – 2016)
Leikstjóri: Nils Gaup
1 klst. 40 mín – Spenna/Ævintýri – aldur 12+
Myndin gerist í borgarastríðinu í Noregi í byrjun þrettándu aldar. Noregskonungur berst fyrir lífi sínu gegn kirkjunnar mönnum. Á dánarbeði sínu býður hann launson sinn velkominn í heiminn á meðan hálf þjóðin vill hann feigan. Tveir menn fá það verkefni að vernda hinn barnunga erfingja og þurfa að ferðast yfir torfærar óbyggðir Noregs til að vernda verðandi konung sinn.
,,Birkebeinerne er nokkurs konar Game of Thrones Noregs, fyrir utan að vera byggt á sönnum atburðum. Skortur á drekum er bætt upp með geggjuðum skíðaatriðum.“ – Inverse
Enskur texti og aðgangur ókeypis