Innblásið af Aalto: með sjálfbærni að leiðarljósi
Sýningin tekur fyrir húsgagna- og aðra innanhússhönnun eftir finnska arkitektinn Alvar Aalto, sem og valda meistarahönnuði sem hafa starfað undir áhrifum frá Aalto. Allir hönnuðir á sýningunni eiga sammerkt að hafa unnið fyrir hönnunarfyrirtækið Artek, sem Alvar Aalto var meðstofnandi að árið 1935. Markmiðið með sýningunni er ekki bara að kynna hina einstöku hönnun Aalto, heldur einnig framsýnar hugmyndir hans um gæði, sjálfbærni og sambandið milli góðrar hönnunar og betra samfélags.
Sýningin er hluti af 50 ára afmælisdagskrá Norræna hússins og framlag hússins á HönnunarMars 2018.
Alvar Aalto (f. 1898) var einn áhrifamesti arkitekt 20. aldar og áhrifa hans gætir enn langt út fyrir heimalandið Finnland – og Norðurlöndin. Eitt af því sem einkennir ævistarf Aaltos er að hann leit á hönnun sína sem Gesamtkunstwerk eða heildarlistaverk. Þessa nálgun má greinilega sjá hér í Norræna húsinu, þar sem bæði byggingin sjálf og öll upprunaleg húsgögn, ljós/lýsing og aðrir innanstokksmunir eru hannaðir af Aalto.
Hönnun Aalto er sívinsæl og húsgögnin sem hann skapaði eru framleidd af Artek; fyrirtækinu sem hann stofnaði í Helsinki árið 1935 ásamt eiginkonu sinni Aino Aalto, Maire Gullichsen og Nils-Gustav Hahl. Markmið þeirra var að „selja húsgögn og efla nútímamenningu með sýningum og annarri fræðslu“. Artek hefur allt frá upphafi leitað til fjölda finnskra og alþjóðlegra hönnuða sem hafa skapað vörur sem eru innblásnar af hönnun Aalto og eru trúar hugsjónum hans. Artek framleiðir húsgögn, ljós og innanstokksmuni sem eiga það sameiginlegt að vera falleg, hagnýt og einföld.
Sýningarstjóri er Ben af Schulten
Hönnuðir
Aino Aalto
Alvar Aalto
Ben af Schultén
Brita Flander
Elissa Aalto
Harri Koskinen
Ilkka Suppanen & Raffaella Mangarotti
Ilmari Tapiovaara
Jenni Roininen
Johanna Gullichsen
Juha Leiviskä
Kari Virtanen
Konstantin Grcic
Marita Lybeck
Ritva Puotila
Ronan & Erwan Bouroullec
Rudi Merz
Ulla Koskinen
Munir frá
Artek
Iittala
Nikari
Woodnotes
Aðgangseyrir á sýninguna er 500 kr. Börn yngri en 14 ára og eldriborgarar fá ókeypis aðgang. Vinsamlegast athugið að börn yngri en 14 ára þurfa að vera í fylgd með fullorðnum.
Sýningin er opin alla daga frá kl. 10-17 nema miðvikudaga þá er opið til kl. 21. Ath. ókeypis er inn á sýninga á miðvikudögum.
Viltu vinna stól eftir Alvar Aalto?
Á sýningunni Innblásíð af Aalto getur þú freistað gæfunnar með því að taka þátt í skemmtilegum leik. Penninn Eymundsson, umboðsaðili ARTEK á Íslandi, veitir heppnum þátttakanda Stool 60, þann 27. ágúst 2018.
Styrktaraðilar:
Artek
TVG-Zimsen
Penninn húsgögn
Ásbjörn Ólafsson ehf
Merking efh
GuðjónÓ