Airwaves FjölskylduFjör í Norræna húsinu


11-16

Það verður engu til sparað á fjölskyldu- Airwaves Norræna hússins laugardaginn 10. nóvember frá kl. 11-16. Börnin fá að prufa hljóðfæri, spila á sviði og dansa með foreldrum sínum í fjölskyldu danspartíi aldarinnar!

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. þátttaka ókeypis.

DAGSKRÁ

Kl. 11. Tónlistarleikvöllur
Leiksvæði þar sem börn geta prufað hljóðfæri og hljóðforrit, leikið sér með hljóð og samið tónlist undir leiðsögn tónlistarfólks.

Kl. 13. Opinn hljóðnemi barnanna (Láttu ljós þitt skína)
Ert þú á aldrinum 7-13 ára og ert að sýslast við tónlist? Í opnum míkrófóni barnanna færðu tækifæri til að spila á sviði með þaulreyndu tónlistarfólki. Til að sækja um að spila með, sendu okkur umsókn með upplýsingum um þig og reynslu þína í tónlist á netfangið: info@nordichouse.is

Kl. 14 Plötusnúða verkstæði
Viltu læra að þeyta skífum og spila uppáhalds tónlistina þína fyrir fjölskyldu og gesti? Taktu þá þátt í vinnustofu með Dj- YAmaho, skráning á staðnum í móttöku Norræna hússins. Ath! takmarkað pláss.

Kl. 15. Fjölskyldu Reif – Dj-Yamaho (Natalie Gunnarsdóttir)
Ertu hætt/ur að fara á skemmtistaði og dansa af þér rassgatið? finnur ekki pössun? Taktu börnin með þér í fjölskyldu dans-partý aldarinnar og sýndu þeim hvernig „þú rúllar“. Búningar, glimmer og sjálflýsandi aukahlutir hjartanlega velkomnir.

 

Fleiri viðburðir á Airwaves off-venue í Norræna húsinu

 

Skoða fleiri viðburði í Norræna húsinu