Build a Future

Ljóst er að kolefnisspor bygginga er mikið og hefur áhrif um allan heim; bæði á náttúru og samfélög í nútíð og framtíð.  Staðlar núgildandi reglugerða heimila byggingar sem ekki standast kröfum sjálfbærni en um leið setja þær  tilraunastarfsemi í byggingageiranum skorður. Framtíð jarðarinnar og okkar allra er í húfi og róttækra breyinga er þörf. Hvernig á að byggja næstu 100 árin?

Viðburðurinn Byggjum framtíð var haldinn þann 26. Apríl í tengslum við sýninguna Wasteland sem var til sýnis í Norræna húsinu 10.02.2024 – 28.04.2024.  Viðburðurinn var haldinn á vegum Norræns samstarfs, Sjálfbærnistofnunar Háskóla Íslands og Lendager á Íslandi í tilefni af þema umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs 2024 sem var sjálfbær byggingariðnaður.

Lykilerindi viðburðarins voru flutt af Snorra Sigurðssyni, dómnefndarmeðlim umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs, Arnhildi Pálmadóttur, eiganda Lendager Ísland, sem stendur að Wasteland sýningunni, og Önnu Maríu Bogadóttur, sem tilnefnd er til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 fyrir verk sitt Jarðsetning. Í kjölfar erindanna munu Arnhildur og Anna María taka þátt í pallborði ásamt Þóru Margréti Þorgeirsdóttur, verkefnastjóra Byggjum grænni framtíð. Í pallborðinu verður framtíð byggingariðnaðarins hér á landi og tækifærin sem liggja í aukinni hringrás og sjálfbærni rædd í ljósi yfirstandandi endurskoðun á byggingarreglugerðinni.  Fundarstjóri er Andri Snær Magnason.

Skipuleggjendur: Norrænt samstarf, Lendager og Sjálfbærnistofnun HÍ