Norræna húsið óskar eftir að ráða bókara
Starfið sem er bæði fjölbreytt og krefjandi felur meðal annars í sér fjárhagsbókhald, flokkun og merkingar reikninga, innheimtu, samþykktarferla og afstemmingar ásamt öðrum tilfallandi verkefnum tengdum bókhaldi.
Menntunar – og hæfniskröfur:
* Menntun sem nýtist í starfi
* Reynsla af færslu bókhalds og afstemmingum nauðsynleg
* Þekking á dk hugbúnaði kostur
* Góð kunnátta í Excel töflureikni og almenn tölvufærni nauðsynleg
* Skipulögð og sjálfstæð vinnubrögð
* Gott vald á íslensku í ræðu og riti ásamt kunnáttu í amk einu Norðurlandmáli
Áhersla er lögð á þjónustulipurð, samstarfshæfileika, þægilega framkomu, trúnað og faglegan metnað.
Um er að ræða hlutastarf sem gæti henta vel með námi eða öðru starfi.
Umsóknarfrestur er til 20. febrúar 2017 og skal umsóknum skilað á netfang Norræna hússins thorunnst@nordichouse.is
Umsóknum skulu fylgja ítarlegar starfsferilskrár og kynningarbréf.