Norræna húsið auglýsir eftir bókasafns- og upplýsingafræðingi. Umsóknarfrestur 27. ágúst 2018.

Hefur þú brennandi áhuga á börnum og barnamenningu?

Bókasafn Norræna hússins er einstakt almenningsbókasafn með safnefni á sjö tungumálum, barnabókasafn og artótek með norrænum grafíkverkum. Bókasafnið hóf starfsemi árið 1969, ári eftir að húsið var vígt. Sérstaða safnsins er að þar er eingöngu að finna bókmenntir á norðurlandamálunum eftir norræna höfunda en þó ekki á íslensku nema þýðingar yfir á annað norðurlandamál.  Í safninu eru skáldsögur og fræðibækur fyrir börn og fullorðna, tímarit, dagblöð, hljóðbækur og rafbækur. Bókasafnið vinnur náið með verkefnastjórum Norræna hússins og skipuleggur bókmenntaviðburði eins og Höfundakvöld og Sögustundir.

 

Hæfniskröfur 

  • Háskólapróf í bókasafns- og upplýsingafræði, BA, MA, scient.í upplýsingafræði eða sambærileg menntun
  • Framúrskarandi kunnátta í sænsku, dönsku eða norsku ásamt kunnáttu í ensku og íslensku ásamt hæfni til að tjá sig í ræðu og riti
  • Þekking og innsýn í barnabókmenntirog barnamenningu
  • Hafa reynslu og ánægju af að vinna með börnum og unglingum
  • Takir frumkvæði og komir hugmyndum þínum í framkvæmd
  • Frábær samskipta – og samstarfshæfni
  • Skráningarheimild í Gegnir.is er kostur
  • Þekking til stafrænnar þróunar og tækni, gagnagrunna og samfélagsmiðla og færni til að nýta þá í starfi

 

Helstu verkefni: 

  • Yfirumsjón með barnastarfi safnsins
  • Vera í forsvari viðburða tengdum börnum og unglingum, allt frá vikulegum sögustundum til stórra alþjóðlegra viðburða
  • Ásamt öðru starfsfólki safnsins að skrá í Gegnir.is nýtt barnaefni  á öllum norrænu tungumálunum.
  • Að fylgjast með og sjá til þess að barnadeild safnsins, Barnahellirinn, sé ávallt í stakk búinn að taka á móti litlum og stórum gestum
  • Móttaka skólahópa og yfirumsjón með skipulögðum heimsóknum í Norræna húsið
  • Almenn  bókasafnsstörfeins og útlán og önnur þjónusta

 

Við bjóðum:

Fjölbreytt og áhugavert starf á metnaðarfullum vinnustað með góðum starfsanda. Ásamt samstarfsfólki verður þú hluti hóps sem einbeitir sér að því að kynna og koma á framfæri norrænum bókmenntum og menningu ásamt því að varða leið safnsins inn í stafræna framtíð.  Starfið er sveigjanlegt og skapandi þar sem við vinnum sjálfstætt sem og í hóp og höfum möguleika á að bæta og efla þekkingu okkar og kunnáttu.

Starfshlutfall er 80%. Umsóknarfrestur er til 27. ágúst og skal sækja um starfið á heimasíðu Norrænu ráðherranefndarinnar, www.norden.org. Með umsókninni skal fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku eða norsku. Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu á samningi önnur fjögur ár skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar.

 

Upplýsingar um starfið veita Erling Kjærbo erling@nordichouse.is og Þórunn Stefánsdóttir thorunnst@nordichouse.is

 

Senda inn umsókn

Norræna húsið var opnað 1968 og er menningarstofnun sem rekin er af Norrænu ráðherranefndinni. Markmið Norræna hússins er að hlúa að og styrkja menningartengsl milli Íslands og hinna Norðurlandanna. Frá upphafi hefur Norræna húsið markað sér sérstöðu í íslensku menningarlífi, oft með því að hafa frumkvæði að og skipuleggja margvíslega menningarviðburði og sýningar.  Árlega koma um 100.000 gestir í húsið sem er eitt af meistaraverkum finnska arkitektsins Alvars Aalto.  Í ár fagnar Norræna húsið 50 ára starfsafmæli. 

Nánari upplýsingar um húsið er að finna á www.norraenahusid.is