Norræna húsið á nýju frímerki – útgáfuhóf


17:00

 

Verið velkomin í útgáfuhóf frímerkisins ,,Norræna húsið í Reykjavík 50 ára” á bókasafni Norræna hússins 2. maí kl. 17:00. Léttar veitingar í boði. 

Frímerkið er gefið út af Íslandspósti, útgáfudagur var 26. apríl 2018.

Hönnuður: Örn Smári 

Búið er að ramma inn frímerkið ásamt fyrsta dags umslagi og fjórblokk, sem verður til sýnis í bókasafni Norræna hússins ásamt frímerkjunum sem hönnuð voru 1973 fyrir Norræna húsið og gefin út á öllum Norðurlöndunum. Torsten Ekström frá Finnlandi hannaði þau frímerki.

Mikkel Harder forstjóri Norræna hússins tekur til máls ásamt Erni Smára hönnuði merkisins.

Fyrsta dags umslög með afmælisfrímerkinu verða til sölu ásamt gömlum póstkortum frá upphafi Norræna hússins og afmælisfrímerkinu.