Bókakynning – Martröð með myglusvepp
13:30
Martröð með myglusvepp er nýútkomin bók eftir Stein Kárason um orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa.
Af tilefni útgáfunnar verður bókarkynning og fræðsla í Norræna húsinu laugardaginn 10. júní klukkar 13:30.
Allir eru velkomnir og aðgangur er ókeypis.
Í bókinni eru átta reynslusögur fólks sem glímt hefur við eitrun af völdum myglusveppa, hvernig fólkið brást við og leiðir þess til að sigrast á vandanum. Greint er frá algengum einkennum fólks af völdum myglusveppa, hugsanlegum bataleiðum hvað varðar fæðu og lífshætti og hvað beri að varast. Drepið er á endurskoðun laga og reglna á þessu sviði og upplýsinga leitað hjá sérfræðingum í byggingargeiranum og myglusveppafræðingi.
Nokkrar ástæður eru fyrir ritun bókarinnar. Megintilgangurinn er að bókin geti gagnast þolendum myglusveppaeiturnar við að finna leið út úr vandanum. Aðstandendur, almenningur og yfirvöld þurfa einnig á upplýsingu að halda til að skilja hve mikil martröð það er að lifa eða hafa lifað með myglusvepp. Hér er hins vegar ekki um neinn stóra sannleik að ræða og síður en svo er þetta tæmandi umfjöllun. Veikindi og heilsutjón af völdum myglusveppa eru vaxandi samfélagslegt böl sem nauðsynlegt er að koma í veg fyrir. Fjárhagslegt tjón er einnig verulegt. Fræðsla um orsakir og afleiðingar af völdum myglusveppa er nauðsyn. Þar til bærir aðilar þurfa að sýna ábyrgð. Hönnun húsa, byggingaraðferðir, ábyrgð og eftirlit með húsbyggingum er höfuðatriði til að koma í veg fyrir myglutjón, einnig viðhald og umgengni fólks í húsum og híbýlum. Löggjöf og viðurlögum í þessum efnum er ábótavant.
Þekking á bataleiðum vegna myglusveppaeiturnar er takmörkuð enn sem komið er. Læknar standa iðulega ráðþrota. Hugsanlegar leiðir til að ná bata geta ráðist af aðstæðum hvers og eins. Ráðlegt er eftir föngum að leita ráðgjafar á bataleiðinni.
Bókin er 96 bls. með um 30 ljósmyndum.
Útgefandi er www.steinn.is /Garðyrkjumeistarinn.