The impact of social innovation on Icelandic society


12:00

The impact of social innovation on Icelandic society

Thursday September 6th from 12:00 PM to 1:30 PM in the Nordic House. Open conference organized by Höfða Fridarsetur, Innovation Center of Iceland and Partner Snjallræðis. The event will be in Icelandic.

 

 

 

Samfélagsleg nýsköpun – krafa nýrrar kynslóðar?

Ragna Sara Jónsdóttir fjallar um mikilvægi þess að horfa til samfélags- og umhverfisþátta í nýsköpun í dag. Hvernig hefur hugtakið samfélagsleg nýsköpun þróast á undanförnum árum og hver er staðan í löndunum í kringum okkur? Ragna Sara hefur starfað með einum eða öðrum hætti við sjálfbærni, samfélagsábyrgð, jafnréttis- og umhverfismál frá árinu 2008 bæði við ráðgjöf, kennslu, innleiðingu og stjórnun, meðal annars fyrir Sameinuðu þjóðirnar (UNDP), utanríkisráðuneytið, Landsvirkjun og UN Women.

 

Samfélagslegur ávinningur af verkfræði

Rúnar Unnþórsson fjallar um þátt verkfræðinnar í mótun nútíma samfélags, hlutverk verkfræðinnar í samfélagslegri nýsköpun og hvernig áherslur á samfélagsábyrgð hafa þróast innan verkfræðinnar. Rúnar er prófessor í iðnaðarverkfræði við Háskóla Íslands og hefur tekið þátt í fjölmörgum samfélagslegum nýsköpunarverkefnum, til að mynda á sviði umhverfisverndar og heilbrigðisvísinda.

 

Fundarstjóri: Hrund Gunnsteinsdóttir, þróunarfræðingur og stjórnarformaður Tækniþróunarsjóðs.

Er til umhverfisvæn lausn sem getur komið í stað plastflöskunnar? Hvernig er aðgengi fyrir hreyfihamlaða á veitingastöðum landsins? Geta ungir strákar lært að skilja betur eigin tilfinningar?

Örkynningar á áhugaverðum samfélagsverkefnum sem sýna glöggt fjölbreytt litróf samfélagslegrar nýsköpunar hér á landi.

Kynning á Snjallræði, nýjum viðskiptahraðli fyrir frumkvöðla sem vilja virkja hugsjónir sínar til að leysa úr samfélagslegum áskorunum. Opið er fyrir umsóknir í hraðalinn sem hefst í haust – 10/10 2018 – www.snjallraedi.is

Umsóknarfrestur er til 10. september nk.

Ekki láta þennan viðburð framhjá ykkur fara!

Viðburðurinn fer fram á íslensku og er öllum opinn.