Maren Uthag: En lykkelig slutning, 2019
Ættarsaga sjö kynslóða útfararstjóra þar sem hver einstaklingurinn er undarlegri en sá næsti. Nicholas laðast að hinum látnu en veit um leið að það er óásættanlegt bæði félagslega og menningarlega. Þegar hann skoðar ættarsögu sína kemst hann að mis undarlegri hegðun forfeðra sinna, gegnum fyrirtækið sem rekið er áfram af hjátrú og draugum, líknardrápum, heimsfaraldri, áráttu og þráhyggju, brennuvörgum, bálförum og fleiru skrýtnu og skemmtilegu. Bókin er ekki bara fjölskyldusaga heldur innsýn í sögu dauðans og hinum mörgu hliðum hans og hefðum. Nokkuð sem hægt er að læra af og hafa gaman af í heimsfaraldri dagsins í dag. Og skemmta sér um leið yfir sýn höfundar á sálrænar þrautir einstaklingsins.
Billede fra Bogmagasinet.