Barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024

Hér eru tilnefningarnar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024!

14 norrænar myndabækur, barnabækur og unglingabækur eru tilnefndar til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024. Í mörgum af þeim verkum sem tilnefnd eru í ár er fjallað um tilvistarlegar spurningar er varða lífið og dauðann. Annað endurtekið þema eru tengsl manneskjunnar við náttúruna. Tilkynnt verður um verðlaunahafann hinn 22. október.

Bækurnar sem tilnefndar eru í ár koma frá öllum norrænu löndunum og málsvæðunum. Bækurnar fjalla um erfiðleika sem börn og ungmenni glíma við s.s. fjarverandi foreldra, einelti og einsemd en einnig stærri samfélagsleg vandamál á borð við ofbeldi, stríð og flótta. Einnig er snert á yfirráðum manneskjunnar yfir náttúrunni, smæð hennar og ábyrgð en einnig því hvernig náttúran er vettvangur leiks og uppspretta vonar, trausts og vangaveltna.

Þetta er bækurnar sem tilnefndar eru til barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár:

Danmörk
Per av Zenia Johnsen og Signe Parkins (ill.). Bildefortelling, Jensen og Dalgaard, 2023.
Den fantastiske bus av Jakob Martin Strid. Bildebok, Gyldendal, 2023.

Finnland
Laske salaa kymmeneen av Laura Lähteenmäki. Roman for barn, WSOY, 2023.
Skelettet av Malin Klingenberg og Maria Sann (ill.). Bildebok, Schildts & Söderströms, 2022.

Færeyjar
Toran gongur av Rakel Helmsdal. Bildebok, Bókadeild Føroya Lærarafelags, 2023.

Grænland
Manguaraq av Christian Rex. Tegneserie, Ilinniusiorfik, 2023.

Ísland
Hrím av Hildur Knútsdóttir. Ungdomsroman, Forlagið, 2023.
Skrímslavinafélagið av Tómas Zoëga og Sólrún Ylfa Ingimarsdóttir (ill.). Barnebok, Forlagið, 2023.

Noregur
Udyr av Ingvild Bjerkeland. Grøsser, Cappelen Damm, 2023.
Oskar og eg av Maria Parr og Åshild Irgens (ill.). Høytlesingsbok for barn, Samlaget, 2023.

Svíþjóð
Någons bror av Viveka Sjgren. Bildebok, Vombat Forlag, 2023.
Bror av Alex Khourie. Ungdomsroman, Rabén & Sjögren, 2023.

Samíska málsvæðið
Hamburgerprinseassa – Eallá dušše oktii av Saia Stueng. Ungdomsroman, Davvi Girji, 2023.

Álandseyjar
Freja och huggormen av Fredrik Sonck og Jenny Lucander (ill.). Bildebok,  Förlaget, 2023.

 

Sjá meira hér.

Það var dómnefnd skipuð fulltrúum frá löndunum sem tilnefndi verk til barna- og unglingabókmenntaverðlaunanna.

Verðlaunahafi barna- og unglingabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2024 verður kynntur hinn 22. október í sjónvarpsþætti sem sýndur verður í öllum norrænu löndunum. Handhafi verðlaunanna mun taka þátt í verðlaunahátíð í tengslum við þing Norðurlandaráðs í Reykjavík í 44. viku ársins. Verðlaunahafinn hlýtur verðlaunagripinn Norðurljós auk verðlaunafjár sem nemur 300 þúsund dönskum krónum.

Um barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs:
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í fyrsta sinn árið 2013 að ósk norrænu menningarmálaráðherranna, sem höfðu um árabil viljað efla og vekja athygli á barna- og unglingabókmenntum á Norðurlöndum. Verðlaunin eru veitt fyrir fagurbókmenntaverk fyrir börn og unglinga sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Verkið getur samanstaðið af bæði texta og myndum og skal uppfylla strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.