Takk fyrir fallegt kvöld, til allra sem voru með okkur á opnun ABSENCED, myndlistasýningar með gjörningaívafi í sýningastjórn Khaled Barakeh.
ABSENCED gefur því listafólki rödd sem hafa orðið fyrir ritskoðun, hótunum og útilokun í Evrópu fyrir að sýna samstöðu með Palestínu. Prentvélar vinna listaverkin fyrir þau sem hafa orðið fyrir þöggun, og hvetur sýningin til íhugunar um tjáningarfrelsi og ábyrgðina sem við öll deilum til að vernda það.
Við erum þakklát fyrir gott samstarf með Borgarbókasafni Reykjavíkur og þá sérstaklega Martyna Karolina Daniel. Takk fyrir komuna, stuðningur ykkar gefur rými fyrir samtal og listræna tjáningu sem annars myndi kannski aldrei fá rými til að vaxa.
Sýningin verður opin til 25. maí á opnunartímum Borgarbókasafnsins.
Sýningin er hluti af seríunni List og Lýðræði, við minnum á málþingið List og Lýðræði: Ógnir gegn listrænu frelsi, sem verður haldin hér hjá okkur í Norræna húsinu þann 20 maí, kl. 16:30.
Lesið meira um málþingið með því að smella hér.