„Umbreytandi, tækifæri sem hefur opnað dyr að verkum mínum og beinir meiri athygli að þeirri mikilvægu og sterku bókmenntasköpun sem á sér stað í Færeyjum.“svaraði Vónbjørt Vang þegar hún var spurð hvernig það væri að hljóta bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Árið 2025 voru liðin 39 ár frá því að þau fóru síðast til færeysks höfundar.
Kærar þakkir til höfundarins og verðlaunahafans Vónbjørt Vang, sem tók þátt í höfundasamtali með prófessor Gísla Magnússyni í Norræna húsinu laugardaginn 17. Janúar síðastliðin. Í ígrunduðu og lifandi samtali ræddu Vónbjørt og Gísli meðal annars um skáldskap um móðurhlutverkið, snertifleti skáldskapar og fjölskyldulífs, skömm, skrifferlið og hvað gagnrýninn bókmenntafræðingur þarf að gera til að sýna sjálfum sér og eigin textum meiri mildi.

Kærar þakkir til allra sem mættu og gerðu viðburðinn að eftirminnilegri upplifun með góðum spurningum sínum og þátttöku. Svørt Orkidé, ljóðabók Vónbjørtar sem hlaut bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2025, verður þýdd á íslensku og gefin út af Skriðu bókaútgáfu.