Verið velkomin í leshring Norræna hússins 2026!

Við munum lesa bækur á skandinavísku, hittast og ræða verkin saman. Bækurnar sem við einblínum á eru verk sem hafa annaðhvort hlotið eða verið tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs.
Fyrsti leshringsfundur verður miðvikudaginn 11. febrúar kl. 18:00. Bókin sem við lesum er Fars rygg eftir Niels Fredrik Dahl, handhafa bókmenntaverðlaunanna 2024. Þessi fundur er fullbókaður eins og er, en hægt er að skrá sig á biðlista.
Annar leshringsfundur verður miðvikudaginn 11. mars kl. 18:00 og verður Insula eftir Thomas Boberg (tilnefnd í fyrra) til umræðu. Við eigum nokkur frátekin eintök fyrir leshringinn og höfum pantað fleiri. Þau má nálgast á bókasafni Norræna hússins.
Aðrir fundir verða 15. apríl, 13. maí og 10. júní, einnig kl. 18:00. Stefnt er að því að lesa ljóð, smásögur og aðrar bókmenntagreinar – ekki einungis skáldsögur. 
Við bíðum spennt eftir að tilnefningar ársins verði kynntar 26. febrúar; þá vitum við meira um þær bækur sem við munum lesa saman í vor.
Sendið okkur tölvupóst ef þið viljið skrá ykkur á póstlista leshringsins og fá upplýsingar um bækurnar, fundina og skráningar. Látið okkur einnig vita ef þið viljið vera á biðlista fyrir leshringsfundinn 11. febrúar.
Fyrir þá sem þegar hafa skráð sig: Ef þið vitið að þið getið ekki mætt 11. febrúar, endilega látið okkur vita svo annar áhugasamur geti fengið sætið.
Umsjónarmanneskja leshringsins er Silje Beite Løken, verkefnastjóri bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og bókmenntaviðburða Norræna hússins. Sendið henni tölvupóst fyrir skráningar: silje(at)nordichouse.is