Við óskum ykkur gleðilegrar hátíðar, friðar og farsældar á komandi ári og þökkum fyrir ánægjulega samveru á árinu sem er að líða.
Við hefjum árið 2026 með notalegum viðburðum fyrir alla aldurshópa, á dagskrá er meðal annars höfundakvöld með handhafa bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2025, Vónbjørt Vang frá Færeyjum, og fjölbreyttum viðburðum fyrir börn. Þann 7. febrúar opnar ný sýning, Ripples: Shifting Realities in the Arctic, í sýningarstjórn Ásthildar Jónsdóttur.
Norræna húsið verður lokað frá 24. desember til og með 1. janúar. Við hlökkum til að taka á móti ykkur á nýju og spennandi ári.
Plantan bístró verður með lokað einnig þann 23. desember en opnar aftur 2. janúar.
Kærar jólakveðjur,
Starfsfólk Norræna hússins