
Höfundakvöld með Kathrine Nedrejord
Velkomin á höfundakvöld með Kathrine Nedrejord, höfundi Sameproblemet og fleiri bóka. Athugið að viðburðurinn fer fram á norsku.
Kathrine Nedrejord ólst upp í Kjøllefjord í Finnmörku og skrifar bækur sínar á norsku; nokkrar þeirra hafa verið þýddar á norðursamísku.
Hún var tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs fyrir Forbryter og straff árið 2023 og nýjasta bók hennar, Sameproblemet, vann Brageprisen 2024 í flokki fullorðinsbókmennta, Peer Olov Enquists verðlaunin 2025 og Ungdommens kritikerpris 2025.
«Sameproblemet» [Samíska vandamálið] fjallar um hvað það þýðir að vera sami, kona, móðir, dóttir og barnabarn, í skáldsögu um samíska menningu, tungumál og sjálfsmynd. Á sama tíma er þetta uppgjör við norska ríkið, kirkjuna og skólakerfið.
Kathrine Nedrejord mun vera í samtali við Ánne Márjju Guttorm Graven um Sameproblemet. Samtalið fer fram á norsku.