Tónleikar með People In Orbit
18:00-20:00
Verið velkomin á tónleika með hljómsveitinni People In Orbit!
People In Orbit er hljómsveit Adam Sass. Rafrænt mætir hljóðrænu, ringulreið mætir ró og hið frjálsa mætir hinu skipulagða. Í gegnum allar þessar gerðir af hljóðheimum skapast stórkostleg, frjó og frumleg hljóð sem greinilega setja á svið mismunandi hljóðheima, fólks og okkar eigin undarlega heim.
Sænska tímaritið, Orkesterjournalen, skrifaði þetta um frammistöðu hljómsveitarinnar á Ystad Sweden Jazz Festival 2022: „I got totally struck by the Malmö based quintet, People In Orbit, which was flanked by Adam Sass’ trumpet, composition and Edvin Ekmans tenor sax and effects.“
Um fyrstu plötuna skrifaði Patrik Lindgren hjá sænska djasstímaritinu á Lira : Adam Sass er 24 ára gamall og fer fyrir einni af bestu ungu hljómsveitum Svíþjóðar.
Um fyrstu plötuna skrifaði Japanese Jazz Life : „Free improvisations and arranged parts melts together in a precise and natural way.“
Aðgengi í Elissu sal er ágætt, það er lágur þröskuldur inn í salinn. Á sömu hæð er salerni með góðu aðgengi og skiptiaðstöðu.
Að Norræna húsinu liggur rampur og við aðaldyrnar er sjálfvirkur hnappur. Frekari spurningar um aðgengismál má senda til: kolbrun(at)nordichouse.is