Bókasafnskort eru nú ókeypis!

A woman holding 4 books, she is blond and wears glasses and a purple sweater.
Unn Davidsen

Vissir þú að bókasafnskortin okkar eru nú ókeypis? Frá og með janúar 2025 kostar ekkert að fá bókasafnskort hjà Norræna húsinu. Við erum með frábært úrval bóka á norrænum tungumálum, eitthvað fyrir alla! Einnig er hægt að fá lánuð listaverk í Artótekinu til að hafa á veggjum heimilisins. Bókasafnsvörðurinn okkar Unn mun taka vel á móti ykkur, fræða ykkur um úrval bóka og þá viðburði sem bókasafnið býður uppá.

Velkomin!