Velkomin í prjónaklúbb Norræna hússins!

Við höfum áðurfyrr notið þess að bjóða prjónaklúbba velkomna á bókasafnið og nú viljum við byrja á þessari hefð á ný. Fyrsti fundur prjónaklúbbsins verður þriðjudaginn 22. október klukkan 14:00 -16:00 og þar eftir verður fundur annan hvern þriðjudag á sama tíma. Allir velkomnir, hvort sem þú hefur verið dugleg/-ur að prjóna í mörg ár, vilt byrja aftur eftir langt hlé eða ert byrjandi og langar að kynnast öðrum prjónakonum og körlum. Hekl eða annað handverk er líka velkomið!

Fundir prjónaklúbbsins eru léttir fundir þar sem við drekkum kaffi og prjónum saman – það eina sem þú þarft að gera er að mæta með prjón/föndur og bros! Á bókasafninu eru prjónabækur á nokkrum Norðurlandamálum (og nokkrar á ensku), sem geta veitt innblástur og hvatningu – ekki hika við að koma við á bókasafninu og athuga hvort það gæti verið ein eða fleiri bækur sem þú vilt fá lánaðar! Allar spurningar má senda með tölvupósti á unn@nordichouse.is.

Sjáumst!