Bókaklúbbur Norræna hússins

Hefur þú áhuga á norrænum bókmenntum, en veist ekki hvar þú átt að byrja?

Norræna húsið býður áhugasömu fólki að taka þátt í leshring á fallegasta bókasafni Reykjavíkur þar sem við munum ræða saman um norrænar samtímabókmenntir. Bókaklúbbnum er stýrt af Sofie Hermansen Eriksdatter, skrifstofustjóra Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs og rithöfundi, og Thomas Bæk Brønsted, starfsnema hjá Norræna húsinu og nemanda í bókmenntafræði.

Í október lesum við ljóð úr þeim ljóðabókum sem tilnefndar voru til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs í ár. Um er að ræða ljóð úr Vill du kyssa en rebell? (2023) eftir hina finnsku Evu-Stina Byggmästar og lívfrøðiliga samansetingin í einum dropa av havvatni minnir um blóðið í mínum æðrum (2023) eftir hinn færeyska Kim Simonsen.

Í nóvember lesum við bókina Stakkar (2022) eftir hinn norska Matias Faldbakken.

Staðsetning og tímasetning: Síðasta fimmtudag hvers mánaðar kl.15:00. Það er að segja 31/10 og 28/11.

Við lesum á skandinavísku og spjöllum um bókmenntir á „blandinavísku“. Samtalið fer fram á bókasafninu og Norræna húsið býður upp á kaffi og te.

Bækurnar er hægt að fá lánaðar á bókasafnið Norræna hússins. Áttu ekki bókasafnskort? Ekkert mál, bókasafnskort er innifalið fyrir meðlimi bókaklúbbsins!

Þátttaka er ókeypis en plássið er takmarkað og því er nauðsynlegt að skrá sig. Skráning á: intern.bibliotek@nordichouse.is. Skráningarfrestur er til 20/10.

Aðgengi: Á bókasafninu er gott aðgengi fyrir hjólastóla en athugið að lítill þröskuldur er inn í salinn. Aðgengileg salerni eru á sömu hæð.