LIVE STREAM PARTÝ fyrir Pan-ArcticVision 2024!


18:00
Salur
Aðgangur ókeypis

Verið velkomin í partý og beint streymi fyrir Pan ArcticVision 2024!

Laugardaginn 12. Október mun hljómsveitin Vampíra keppa fyrir Íslands hönd í „eurovision norðurslóða“ Pan ArcticVision. Keppnin fer fram í Nuuk, Grænlandi og verður henni streymt beint um allann heim. Í Norræna húsinu verður að þessu tilefni boðið uppá frábæra stemmningu og skemmtilegt kvöld þar sem við fylgjumst saman með keppninni.

Öllum er boðið að taka þátt í kosningu – þú getur haft áhrif á það að þitt uppáhalds atriði sigri keppnina!

Mynd/Photo: Stephanie-Zakas

Kynnir kvöldsins verður Mighty Bear, hið dularfulla „andlit“ íslenskrar electronic senu.

Pollinating the worlds of drag culture and abstract electronic pop. Mighty Bear’s show is audio-visual in nature: any danger of laptop-staring, knob-twiddling boredom is immediately dispelled by the accompanying glittering gowns and towering heels, rippling film imagery, masks, wigs, and a bold, charismatic approach to the stage. Strutting onstage in a ghostly, glamorous mask to a soundtrack of intense but ethereal beats, Mighty Bear is the undisputed dark queen of the Reykjavík electronica scene.“

 

 

Barinn verður opinn og við verðum með plaköt og fána á staðnum.

Aðgengi að Elissu sal er ágætt fyrir hjólastóla, lágur þröskuldur er inní salinn en enginn þröskuldur er inní salinn frá bókasafni. Aðgengileg og kynhlutlaus salerni eru á sömu hæð. Viðburðurinn fer fram á ensku.

Verið Velkomin!

 

Hvað er Pan-ArcticVision? 

Pan-ArcticVision er Eurovision fyrir norðurslóðir, frumkvæði til að byggja upp samfélag og valdeflingu á norðurslóðum, til að efla samskipti þvert á landamæri og samræður fólks sem deilir mörgum af sömu lífskjörum þvert á pólitísk skil.

Á hátíðinni 2024 verða þátttakendur frá Alaska, Norður-Kanada (Nunavut), Kalaallit Nunaat/Grænlandi, Íslandi, Færeyjum, Norður-Noregi, Norður-Svíþjóð, Sápmi, Norður-Finnlandi og Rússneska norðurskautinu (í útlegð).

Þú getur lesið allt um þátttakendurnar hér á heimasíðu Pan ArcticVision. Einnig má sjá myndbönd hér á facebook síðu keppninnar.

Fyrsta Pan-ArcticVision hátíðin fór fram í Vadsø í Norður-Noregi í ágúst 2023 og var streymt beint um allann heim. Eftir spennandi atkvæðagreiðslu var Nuuk í Kalaallit Nunaat / Grænlandi valinn næsti staður fyrir hátíðina. Pan-ArcticVision mun nú í annað sinn bjóða norðurskautið velkomið í þessa sannarlega alþjóðlegu  þvert á landamæri upplifun af söng, samfélagi og valdeflingu.

From Pan Arctic Vision 2023. Photo: Knut Aserud

 

Pan-ArcticVision er samstarfsverkefni NORDTING – Northern Assembly, Katuaq – Culture Centre Nuuk, KNR – Greenlandic Broadcast Corporation og Hins hússins í Reykjavík.

Fyrir frekari upplýsingar um PAV vinsamlegast hafið samband við:

Vegard Krane
International Production Manager
Phone: +47 48 09 03 57
vegard@nordting.no

Amund Sjølie Sveen
Artistic Director of Pan-ArcticVision
Phone: +47 95 10 63 22
amund@nordting.no