FJÖLSKYLDUSMIÐJA: Hannað úr seglaefni!
13:00 - 15:00
Öll fjölskyldan er velkomin á smiðju þar sem hönnuðurinn Rebekka Ashley sýnir gestum hvernig hægt er að endurnýta óhefðbundið efni á borði við seglaefni til að gera fjölbreyttar og fallegar lyklakippur og bókamerki. Rebekka leiðir gesti inn í aðferðina en svo er hönnun í höndum gesta. Smiðjan er haldin á barnabókasafni Norræna hússins en þar stendur yfir sýningin Undir íshellunni sem beinir sjónum að lífríki og plasti í Norður íshafinu.
Smiðjan er ókeypis og öll velkomin!
Rebekka Ashley er hönnuður sem leggur áherslu á að hanna, þróa og innleiða sjálfbærar lausnir fyrir úrgangsefni. Hún hefur unnið með óhefðbundinn efnivið í sköpun sinni t.d. rafmagnssnúrur, sjávarplast, segldúka og ónýt húsgögn. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2020 og hlaut tilnefningu Bláskeljarinnar sem er gefin út af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrir framúrskarandi úrgangslausnir í samfélaginu árið 2022.