Við óskum öllum sigurvegurum verðlauna Norðurlandaráðs innilega til hamingju!
Verðlaun Norðurlandaráðs 2023 voru afhent við glæsilega athöfn í Óperu- og balletthúsinu í Ósló á þriðjudagskvöld 31. október. Tónlist, dans og gleði verðlaunahafanna voru í fyrirrúmi þegar verðlaun Norðurlandaráðs voru veitt í beinni útsendingu frá Ósló. Norsku krónprinshjónin voru viðstödd auk norrænna ráðherra, þingmanna og fulltrúa lista- og atvinnugreina til að samfagna hinum tilnefndu.
Hin íslenska Rán Flygenring hlaut barna- og unglingabókmenntaverðlaunin fyrir myndabókina Eldgos.
Ljósmynd: Fartein Rudjord/norden.org
Kvikmyndaverðlaunin hlaut danska kvikmyndin Empire
Umhverfisverðlaunin hlaut verkefnið Renewcell frá Svíþjóð.
Sænski höfundurinn Joanna Rubin Dranger hlaut bókmenntaverðlaunin fyrir myndasöguna Ihågkom oss till liv
Tónlistarverðlaunin hlaut finnska þjóðlagatónlistarkonan og kanteleleikarinn Maija Kauhanen.
Nánar má lesa um verðlaunin og umsagnir dómnefnda hér.
Innilega til hamingju!