Fjölskyldustund – Hvalir íshafsins


13:00 - 15:00
Barnabókasafn

Grænlandshvalur, Hvíthvalur og Náhvalur eru meðal tegunda sem lifa af í Norður íshafi og verður umhverfi þeirra skoðað í skapandi og fræðandi smiðju fyrir alla fjölskylduna.

Hvalir róta í sjónum og ýfa upp mat fyrir aðra fiska – þeir hjálpa til að framleiða súrefni og eru lykil dýr í að halda jafnvægi í viðkvæmu vistkerfi í sjónum. En hvað borða hvalir? Hvernig tala þeir saman og hvað eru þeir eiginlega að segja?

Hvaða hvalir eru kallaðir einhyrningar hafsins og hverjir kanarífuglar hafsins?

 Smiðjan fer fram á ensku og íslensku, hún er ókeypis og öll velkomin!

Aðgengi: Öll salerni hússins eru kynhlutlaus. Aðgengi að barnabókasafni fyrir hjólastóla er í gegnum sýningarsalinn Hvelfing og gott er að biðja starfsmann á Bókasafni um leiðsögn.