SÖGUSTUND Á SUNNUDEGI: Barnabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
10:30 - 11:00
Barnabókasafn
Velkomin á sögustund fyrir alla fjölskylduna. Við munum lesa úr verðlaunabók barnabókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs: Eldgos eftir Rán Flygenring.
Lesið verður á íslensku.
Barna- og unglingabókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2023 hlýtur Rán Flygenring fyrir myndabókina Eldgos. Rán Flygenring hlýtur verðlaunin fyrir myndabók fulla af sjónrænum sprengikrafti um áhrifin sem villt og óhamin náttúra hefur á fólk. Mynd og texti fléttast listilega saman í fjöruga og sprenghlægilega sögu.
Aðgengi: aðgengi er fyrir hjólastóla í gegnum Hvelfingu sýningarrými, starfsfólk bókasafns veitir leiðsögn. Öll salerni eru kynhlutlaus og aðgengilegt salerni er á megin hæð hússins.