Endurskoðuð tíska – Fjölskyldustund
13:00 - 15:00
Smiðja þar sem óhefðbundin og endurnýtt efni verða notuð í hönnun. Börn og fjölskyldur þeirra fá að kynnast fiskineti og seglaefni við gerð fjölnota poka og lyklakippa. Vinnustofan er haldin í tengslun við Nordic Youth Summit í Hörpu sem leggur áherslu á sjálfbærni í tísku og nýja sýningu barnabókasafnsins: Undir íshellunni sem beinir sjónum að lífríki og plasti í Norður íshafinu.
Smiðjan er ókeypis og öll velkomin!
Rebekka Ashley er hönnuður sem leggur áherslu á að hanna, þróa og innleiða sjálfbærar lausnir fyrir úrgangsefni. Hún hefur unnið með óhefðbundinn efnivið í sköpun sinni t.d. rafmagnssnúrur, sjávarplast, segldúka og ónýt húsgögn. Hún útskrifaðist með B.A. gráðu í vöruhönnun frá Listaháskóla Íslands árið 2020 og hlaut tilnefningu Bláskeljarinnar sem er gefin út af umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra fyrir framúrskarandi úrgangslausnir í samfélaginu árið 2022.
Aðgengi: Barnabókasafnið er aðgengilegt hljólastólum í gegnum Hvelfingu sýningarrými. Nauðsynlegt er að hafa samband við starfsmann á bókasafni og fá leiðbeiningar þar. Salerni með góðu aðgengi er á aðalhæð og öll salerni í húsinu eru kynhlutlaus.