Við auglýsum eftir tæknikonu/karli í 100% stöðu
Ert þú einstaklingurinn sem við leitum að?
– Þú hugsar í lausnum og hefur frábæra þjónustulund
– Þú getur haldið ótal boltum
á lofti í einu
– Þú vinnur skipulega og hefur góða yfirsýn
– Þú átt auðvelt með að tileinka þér nýja tækni
– Þú ert líkamlega sterk/ur og ræður við að flytja til húsgögn
Helstu viðfangsefni:
– Undirbúa viðburði í og við húsið
– Sjá um tæknimál á fjölbreyttum viðburðum
– Stilla upp búnaði og ganga frá eftir viðburði
– Sjá til þess að húsið líti snyrtilega út og allt sé í standi
– Hjálpa til við uppsetningu sýninga
– Þjónusta gesti og viðskiptavini hússins
Hæfniskröfur:
Leitað er að einstaklingi sem hefur reynslu af því að vinna með viðburði og tæknimál þeim tengdum, þ.á.m. ljós, hljóð, glærukynningar, kvikmyndasýningar o.þ.h. Viðkomandi þarf að skilja og geta tjáð sig á íslensku og ensku. Færni í skandinavísku tungumáli er kostur. Við leitum að sjálfstæðum, skipulögðum og ábyrgum einstaklingi sem á auðvelt með að vinna undir álagi. Vinnutími miðast við alla virka daga frá kl. 10.00–18.00.
Umsóknir skulu fylltar út á www.norden.org.
Með umsókninni þarf að fylgja starfsferilskrá og stutt kynningarbréf þar sem gerð er grein fyrir ástæðu umsóknar og hæfni viðkomandi í starfið. Umsókn skal vera á dönsku, sænsku, norsku eða ensku.
Um er að ræða nýja stöðu. Ráðið er í starfið til fjögurra ára með möguleika á framlengingu ráðningarsamnings í fjögur ár í viðbót skv. reglum Norrænu ráðherranefndarinnar. Upplýsingar um Norræna húsið má finna
á www.norraenahusid.is.
Athugið aðeins er tekið á móti umsóknum á www.norden.org
Norræna húsið í Reykjavík er norræn menningarstofnun með áherslu á bókmenntir, tungumál, arkitektúr, hönnun, börn og ungmenni og sjálfbæra þróun. Markmið hússins eru að koma norrænni menningu á framfæri og styrkja tengsl við hin Norðurlöndin. Norræna húsið er leiðandi afl í íslensku menningarlífi og húsið er eitt af meistaraverkum Alvars Aalto.
Umsjón með ráðningu hefur Þórunn Stefánsdóttir, fjármálastjóri, og veitir hún upplýsingar um starfið í síma 551 7030 eða í gegnum netfangið thorunnst@nordichouse.is. Umsóknarfrestur er til og með 1. nóvember 2016.