SÖGUSTUND Á SUNNUDÖGUM


10:30
Barnabókasafn
Aðgangur ókeypis

Á þessari sögustund, mun bókin Einar Áskell og Mangi leynivinur vera lesin á sænsku og íslensku. Eftir sögustundina verður í boði að búa til klippimynd með sínum eigin leynivini.

Sögumaður þessarar sögustundar er Sólrún Una sem er einn bókavarða bókasafnsins í Norræna húsinu. Una er heimspekingur að mennt og verðandi kennari í því fagi. Hún bjó í Uppsölum um tæpt sjö ára skeið og hefur mikinn áhuga á barnabókum og barnamenningu.