Into the Wind! – SÝNING


merki

3. – 29. október 2016

Into the Wind! er sýning á sjón- og frásagnalist úr norrænum barna- og unglingabókmenntum. Alls taka þátt sautján listamenn í sýningunni, frá Álandseyjum, Danmörku, Færeyjum, Finnlandi, Grænlandi, Íslandi, Noregi, Svíþjóð og Lapplandi.

Norrænar bókmenntir og myndskreytingar hvetja börn til að hugsa og þróa ímyndunarafl sitt, hvetur þau til að vera hugrökk, óheft og frjáls í hugsunum sínum og tilfinningum, alveg eins og vindurinn! En það er einmitt þaðan sem titill sýningarinnar kemur.

Sýningin var fyrst sett upp af kulturkind á Norrænum bókmenntadögum fyrir börn- og ungmenni, í Berlín sumarið 2016.  Sýningin er samstarfsverkefni kulturkind og Norræna hússins.

 

16_itw_a3-poster-advertising_page_2_image_0001